background

Algengar Spurningar - FAQ

Þú getur bókað bílinn þinn á einfaldan hátt. Fyrst þarft þú að velja tíma, dagsetningu og staðsetningu fyrir bókun þína í bókunarferli okkar. Í næsta skrefi getur þú valið þann bíl sem hentar best af listanum sem er í boði. Eftir að það er búið að fylla út persónu upplýsingar er skref til þess að greiða og þú setur þar inn kreditkorta upplýsingar þínar. Í lokin getur þú prentað út skírteinið þitt, sem er skilyrði að hafa þegar sótt er bílinn.

Flest öll tilboð gerð hjá Orbit Car Hire hafa innifalið ótakmarkaðan kílómetrafjölda, útsvar, lögboðin gjöld og kaskótryggingu. Í skrefi 1 og 2 í bókunarferlinu eða á skírteininu þínu getur þú séð allar upplýsingar um það sem er innifalið í bókun þinni.

Þjónustuver okkar getur aðstoðað þig við breytingar á þinni bókun. Í gegnum síma +44 20 8089 0089 eða tölvupósti (customerservice@orbitcarhire.com) og á netspjallinu.

Þú getur afbókað þína bókun frítt með að lágmarki 48 klukkustunda fyrirvara áður en bókun þín byrjar. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að lesa skilmála og skilyrði. Þjónustuver okkar mun aðstoða þig með þetta mál í gegnum síma +44 20 8089 0089 eða í tölvupósti (customerservice@orbitcarhire.com) og á netspjallinu.

Ótakmarkaðir kílómetrar þýðir að það eru engin takmörk sett á hversu marga kílómetra þú mátt keyra bílinn, svo bílaleigan mun ekki rukka neitt aukagjald fyrir það magn af kílómetrum sem þú ekur. Ótakmarkaðir kílómetrar eru yfirleitt innifaldir í verðum okkar. Vinsamlegast skoðaðu í skrefi tvö í bókunarferlinu hvort ótakmarkaðir kílómetrar séu innifaldir í þinni bókun.

Þú munt greiða hluta af leigunni þegar þú bókar bílinn sem staðfestingargjald. Restin af upphæðinni er síðan greidd þegar þú sækir bílaleigubílinn. Við biðjum þig að hafa í huga að greiðslan við afhendingu er greidd í staðargjaldmiðli.

Það eru engin falin gjöld! Öll lögboðin aukagjöld og fees.. eru skilgreind í skrefi þrjú í bókunarferlinu og í skilmálum og skilyrðum. Við bendum á að aukagjöld geti bæst við leigugjaldið ef um er að ræða:

  • Utan skrifstofutíma gjald (þegar það er sótt bílinn fyrir utan hefðbundinn opnunartíma),
  • Einstefnugjald (Þegar þú skilar bíl á annari staðsetningu en var sótt á),
  • Þjónustugjald fyrir eldsneyti (Fullur tankur regla),
  • Gjald fyrir unga og aldraða ökumenn (Þessi skilyrði eru sett af bílaleigunni og er vanalega ekki tengt settum reglum í tilteknu landi),
  • Sjálfsáhætta og tryggingargjald (Áður en leigt er bíl er mikilvægt að það sé næg heimild á á kreditkortinu fyrir tryggingargjaldinu sem er vanalega sama upphæð og sjálfsáhættan er eða hærri).

Við mælum með því fyrir viðskiptavini okkar að lesa skilmála og skilyrði vandlega áður en það er leigt bílinn til að hindra óvæntar uppákomur. Okkar þjónustuver hefur mikla þekkingu á þessum málum og eru reiðubúin til þess að aðstoða ef það vakna upp spurningar í gegnum síma, tölvupóst eða í netspjallinu okkar á opnunartíma.

Skilmálar og skilyrði sem eiga við um þína bókun er staðsett í hverju skrefi í bókunarferlinu undir „Upplýsingar um afhendingu“ þar sem „Skilmálar“ flipinn er. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni þar erum við glöð að aðstoða í gegnum netspjallið, tölvupóst eða síma.

Voucher er skjal sem staðfestir bókun þína, verðið á leigunni þinni og greiðslan fyrir bókuninni. Það er skilyrði að hafa skírteinið með þér þegar þú sækir bílaleigubílinn. Ef þú hefur ekki voucher með þér þegar það er sótt bílinn, getur bílaleigan neitað að afhenda bílinn eða getur breytt verðinu á bílaleigunni.

Kaskótrygging, oft þekkt sem Collision Damage Waiver er trygging sem gerir þig ábyrgan fyrir tjóni upp að ákveðinni upphæð. Þú getur annað hvort tryggt þessa upphæð með því að velja okkar auka Full Cover tryggingu eða lækkað sjálfsáhættuna með því að kaupa aukatryggingu beint af bílaleigunni.

Öll lönd hafa tryggingarupphæð þriðja aðila er sett upp samkvæmt lögum hvers lands. Ábyrgðartrygging þriðja aðila er nauðsynleg fyrir alla til að hafa leyfi til þess að keyra og nær yfir hugsanleg tjón við fólk og/eða eignir annarra. Þessi trygging er vanarlega takmörkuð með upphæð sem er breytileg milli landa og bílaleiga. Ef tjónið er hærri en þessi upphæð er viðskiptavinurinn ábyrgur fyrir þeirri upphæð sem er hærri en sú upphæð sem sett var upp með tryggingunni. Hægt er að sjá þessa upphæð á heimasíðu okkar, þær eru að finna undir „Leiguskilmálar“ í bókunarferlinu hjá hverju tilboði.

Útsvar er skattur sem er settur af ríkisstjórninni og það er mismunandi á milli landa. Vanalega er þessi skattur innifalinn í verðinu.

Aukagjald staðsetningar / flugvallar er gjald sem inniheldur gjaldið á þeirri staðsetningu. Þetta gjald er vanalega innifalið í verðinu en gæti jafnvel komið upp á staðsetningum og er greitt við afhendingu.

Veggjald er gjald sem tekur til kostnaðar við skráningu og vegskatt.

Premium Coverage er auka þjónusta í boði hjá Orbit Car Hire sem, ef samþykkt, tryggir þína fjárhagsábyrgð fyrir tjón eða þjófnað á leigðum bíl. Þetta er ekki trygging í gegnum bílaleiguna sjálfa sem lækkar sjálfsáhættuna, en nær yfir að endurgreiða þér í tilfelli að bílaleigan rukki þig fyrir tjón eða þjófnað. Með þessari þjónustu færð þú endurgreiðslu fyrir allt að 3000EUR. Fyrir frekari upplýsingar, getur þú lesi skilmála og skilyrði eða haft samband við okkur.