background

About us

Sagan okkar

Saga Orbit Car Hire

Orbit Car Hire er Íslenskt fyrirtæki sem var stofnað í Ágúst 2020 af tveimur vinum sem fengu þá hugmynd að sameina þeirra miklu reynslu úr bílaleigumarkaðinum og bílaleigubókunar síðu markaði. Við hjá Orbit Car Hire höfum skýra stefnu að gera bílaleigur einfaldar, sanngjarnar og traustvekjandi. Við höfum sameinast með nokkrum leiðandi bílaleigu fyrirtækjum um allan heim sem og með sterkum fyrirtækjum úr heimalöndum. Þessi sýn leiddi til upphafs Orbit Car Hire.

Reykjavík, Ísland 

Hvað við gerum

Orbit Car Hire er bílaleigumiðlari eða bílaleigu samanburðar síða. Við bjóðum upp á síðu þar sem hægt er að bera saman verð með þekktum og sterkum innanlands bílaleigum um allan heim. Okkar markmið er ekki aðeins að bjóða upp á lág verð heldur einnig að bjóða upp á traustar bílaleigur um allan heim með gott úrval svo viðskiptavinir okkar geti ferðast um heiminn áhyggjulaus. Okkar víða úrval af bílaleigubílum og pökkum gerir okkur kleyft að hjálpa þér að finna bestu tilboðin fyrir þitt frí eða viðskiptaferð.

 

Okkar Markmið

Okkar markmið er að bjóða uppá lág verð og góðar tryggingar með traustum bílaleigum og persónulega þjónustu um allan heim. Við viljum að okkar viðskiptavinir séu fær um að bóka þeirra bílaleigubíl í einföldum skrefum með gott úrval sem hentar þeim best fyrir hvert ferðalag. Við höfum lagt mikla vinnu í að láta þessi markmið verða að veruleika með rannsóknum og okkar reynslu á bílaleigumarkaðinum. Við höfum einnig valið okkar samstarfsaðila vandlega með upplifun viðskiptavini okkar í huga. Með okkar traustu samstarfsaðilum tryggjum við að allir okkar viðskiptavinir upplifi einstaka þjónustu með lágum verðum og góðu úrvali sem aðgreinir okkur í þessum stóra bílaleigubransa. Við erum stolt af okkar gildum og fellum þau inn í allar ákvarðanir sem við tökum. Okkar gildi hjá Orbit Car Hire eru Jákvæðni, Traust, Jafnrétti og Liðsheild.

 

Teymið Okkar

Fjölskyldan hjá Orbit Car Hire hefur það sameiginlegt að elska að ferðast. Við erum ein stór fjölskylda þar sem við fögnum fjölbreytni og jafnrétti. Með þessu í huga erum við staðráðin í að bjóða okkar viðskiptavinum persónulega þjónustu. Við höfum tekið höndum saman með þekktum bílaleigum og sumum af sterkustu innanlands bílaleigum um allan heim sem deila okkar markmiðum. Fjölskyldan okkar hjá Orbit Car Hire eru ferðaunnendur með mikla reynslu í ferðamannamarkaðninum, sem gerir okkur kleyft að bjóða viðskiptavinum okkar upp á traustverðugum bílaleigum með lágum verðum og frábæru úrvali.

Við erum að nota vafrakökur til að útvega tölfræði sem hjálpar okkur að veita þér bestu upplifun af síðunni okkar. Þú getur fundið meira eða slökkt á þeim ef þú vilt það. Með því að halda áfram að nota síðuna án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Lesa meira »