background

About us

Premium Coverage Útskýrt

Stutt útskýring á vörunni okkur í þeim tilgangi þar sem við mælum með fyrir afslappaða ferð.

Premium Coverage Valmöguleiki

Viðbótarumfjöllun

Premium Coverage valmöguleikinn getur verið valinn þegar það er gerð bókun (háð framboði) eða getur verið pantað og bætt við bókun í gegnum bókunarkerfið áður en bókunartími hefst (háð framboði). 

Premium Coverage

Þegar notandinn sækir bílaleigubílinn mun bílaleigufyrirtækið gera kröfu um að taka heimild af kreditkorti ef það kæmi upp tjón  á meðan leigunni stendur. Ef notandinn keypti Premium Coverage valmöguleikann áður en leigan byrjar, mun fulltrúinn afsala sér ábyrgð notandans (og endurgreiða notanda) fyrir tjón sem hafa verið rukkuð af korti notandans með fyrirvara um skilmála sem eru útskýrðir hér. 

Premium Coverage trygging er í boði fyrir notandann sem gerir nýja bókun. Tryggingin mun ná yfir þau gjöld og rukkanir fyrir tjón eða skemmdir á bílaleigubílnum upp að þeim upphæðum sem tilgreindar eru hér að neðan:

 • Sjálfsáhætta / Kaskótryggingar rukkanir fyrir tjón og þjófnað ( Allt að 3.000 €);
 • Tjón á yfirbyggingu ökutækis, elds, þjófnað; rúður og önnur gler, dekk, felgur og hjólkoppa, læsingar, yfirbygging og þak sem er afleiðing af árekstri ( Allt að 3.000 €);
 • Týnd / tjónuðlykilhlíf ( Allt að 500 €);
 • Röng eldsneytisáfylling ( Allt að 300 €);
 • Umsýslugjald ( Allt að 500 €);
 • Dráttargjald ( Allt að 500 €);

Premium Coverga nær yfir upphæðina af sjálfsáhættu ( Allt að 3.000 €) sem rukkuð er af bílaleigufyrirtækinu.

Premium Coverage tryggir ekki:

 • Viðgerðir sem eru ekki samþykktar af bílaleigufyrirtæki
 • Þrifgjöld eða tjón í innréttingu bílsins;
 • Tjónað/ týnda barnastóla, GPS leiðsögutæki eða annarra aukahluta;
 • Tjón / vélræn vandamál í kúplingu, vél, gírkassa, olíupönnu;
 • Týnd / stolin / ónýt gögn bílsins;
 • Vatnstjón á bílnum;
 • Bíl hurðir (Lamir, hurðakarm o.s.frv.) af völdum uppfoks (Á Ísland); 
 • Undirvagnstjón
 • Tjónað/ bilað / tómt batterí;
 • Rukkanir sem eru tengdar því að læsa sig úti úr bílnum;
 • Vélrænar bilanir á bílaleigubílnum;
 • Tilfelli þar sem einkaeigur eru stolnar úr bílnum;
 • Þriðja aðila tjón;
 • Þegar einhver sviksamlegur, óheiðarlegur og / eða glæpsamlegur verknaður hefur verið framinn af ökumanni og / eða farþega;
 • Hótel kostnað eða annan aukakostnað;
 • Tjón vegna stríðs, byltingar, borgarlega óróa, óeirða, hryðjuverka eða mikils veðurs og náttúruhamfara eins og hagl, flóð, fellibyl, jarðskjálfta osfrv.;
 • Gjald vegna ‚Immobulization‘ ( vegna hugsanlegs tekjutaps sem bílaleigufyrirtækið varð fyrir á meðan verið var að gera við bílinn og var ekki í stakk búið til að leigja hann út);
 • Vegaaðstoðar gjöld;
 • Kostnaðar sem getur skeð undir kringumstæðum sem brjóta á þessum skilmálum (Slíkt og en ekki takmarkað til: hættulegum, kærulaus og gáleysis akstri, akstur sem brýtur á reglugerðir í því landi sem í er ekið, bíllinn sé ekinn á bönnuðu svæði / löndum eða malarvegum, bíllinn sé stolinn vegna týndra lykla og / eða skjala, viðskiptanotkun, keyra undir áhrifum vímuefna eða áfengis osfrv.) eða skilmálum undir bílaleigusamning notandans með bílaleigufyrirtækinu.

Ef keypt er Premium Coverage, mun bílaleigufyrirtækið samt taka læsa eða rukka kreditkort notanda með heimild þegar notandi sækir bílaleigubílinn, til að tryggja mögulegt tjón á eða tap af bílnum – en Premium Coverage valmöguleikinn vottar að fulltrúinn afsalar sér ábyrgð notandans til að greiða fyrir rukkanir skilgreindar hér og að fulltrúinn muni endurgreiða upphæðina sem er tekin af heimild til að greiða fyrir þessar rukkanir, með vísan í skilmála sem eru lýstir hér.

Krafa á Premium Coverage

Til að gera kröfu á Premium Coverage, þarf notandinn að hafa samband við þjónustuver innan 28 daga frá því að bílnum var skilað til bílaleigufyrirtækisins og útvega fulltrúanum fullkláraða kröfu. Til að fullklára kröfu þarf notandinn:

Leigusamning;

Check-in og Check-out skjöl bílsins, sem sýnir greinilega nýtt tjón sem er rukkað er fyrir af bílaleigufyrirtækinu;

Sönnun fyrir viðgerðarkostnaði frá bílaleigufyrirtækinu (Loka reikning);

Sönnun fyrir greiðslum sem dregnar eru af greiðslukorti notandans af bílaleigufyrirtækinu (bankayfirlit – sýnir gjöld af bílaleigufyrirtækinu);

Myndir af tjóninu;

Greinilega og rétt uppfyllt opinber tjónaskýrsla eða eyðublað fyrir tjónaskýrslu bílaleigufyrirtækisins (ef þriðji aðili á í óhappinu);

Lögregluskýrslu (ef skaðinn hefur verið gerður af þriðja aðila eða óþekktum aðila)

Við stefnum að því að leysa allar kröfur á sem skemmstum tíma mögulegum eftir að hafa fengið öll viðeigandi skjöl.

Í tilvikum þar sem þriðji aðili hefur lent í slysi þarf fulltrúinn að fá staðfestingu frá bílaleigufyrirtækinu um að ábyrgð vegna slyssins hafi verið ákvörðuð (og lögfræðimál leyst) áður en fulltrúi getur afgreitt kröfu notanda.

Allar greiðslukröfur sem afgreiddar eru á greiðslukortið notað til að kaupa Premium Coverage frá fulltrúa (eða í heimabanka notanda) og verða afgreiddar í evrum.

Fulltrúinn er ekki skyldugur til að endurgreiða notanda fyrir umsýslukostnað (kortafærslur, gengisbreytingar og annan kostnað tengdan endurgreiðslunni).