background

Bílaleigu og ferðablogg

Hvað þarft þú til að sækja þinn bílaleigubíl?

Þegar það er sótt bílaleigubílinn er mikilvægt að vera vel undirbúin/nn til að hafa einfalda og minnistæða upplifun. Hér höfum við gert stuttan lista af því sem við teljum vera mikilvægt að hafa þegar bílaleigubíllinn er sóttur.

Þegar við leigjum bílaleigubíl er mikilvægt að vera vel undirbúin til að gera ferlið við að sækja bílinn einfalt og þæginlegt.

Ökuskírteini 

Það er mikilvægt að hafa gilt ökuskírteini með nafni á aðalbílstjóra sem og aukabílstjóra þegar það á við. Alþjóðlegt ökuskírteini er skilyrði til viðbótar við þitt hefðbundna ökuskírteini ef þitt ökuskírteini og aukabílstjórans er ekki auðgreinanlegt ökuskírteini, t.d. Ef það er í stafrófi sem er ekki latneskt (sem dæmi: Arabíska, Kínverska, Kyrillískt, Japanskt). Það getur einnig farið eftir landi eða þeirri bílaleigu sem þú bókar hjá. Ef þú hefur fundið bíl á okkar heimasíðu getur þú ýtt á „Leiguskilmálar“ hjá hverri bílaleigu til að sjá frekari upplýsingar um kröfur ökuskírteina.

 

Skilríki

Þú munt þurfa að hafa skilríki með þér svo sem vegabréf eða persónuskilríki. Í mörgum löndum innan Evrópusambandsins er persónuskilríki nóg. Þú getur séð hvaða skilríki eru skilyrði til að sækja bíl hjá hverri bílaleigu undir „Leiguskilmálar“ þegar þú skoðar tilboð hjá Orbit Car Hire.

 

Kreditkort 

Kreditkort undir nafni á aðalbílstjóra þarf að vera til staðar. Tryggingargjald gæti verið skilyrði þegar það er leigt bíl og því er mikilvægt að kreditkortið hafi næga innistæðu. Þú getur lesið um tryggingargjaldið og upphæð þess á meðan þú bókar bíl og einnig á þínum fylgiskjölum (Voucher).

 

Voucher (Skírteini) 

Þegar þú sækir bílaleigubílinn þarft þú að hafa skjal sem oftast er þekkt sem voucher með þér. Það getur verið útprentað eða í raftæki. Þú munt fá skjalið í tölvupósti eftir að hafa gert bókun. Þú getur einnig fundið skírteini hér.

Bílaleigu og ferðablogg

tengdar greinar

+ Skoða allt